Velkomin

Jakob Ágúst

*

Velkomin á þennan vettvang sem ég hef markað til samskipta við ykkur sem hingað ratið.

Ég er Bílddælingur fæddur 1947, prestur sem starfað hef á Seyðisfirði, Ísafirði, Dómkirkjunni í Reykjavík og Afríku.

Ég hef verið viðriðinn félagsmál af ýmsu tagi og er áhugamaður um velferð barna og fjölskyldna, þjóðfélagsuppbyggingu, kirkjumál, helgihald, byggðir lands og menningu. Svo hef ég ofurlítið fengist við að búa til sögur af ýmsu tagi.

Ég legg fram á þessari síðu sumt það sem til hefur orðið hjá mér í starfi og tómstundum af því mig langar til þess að deila því með öðrum. Þetta efni má nota óbreytt svo fremi sem höfundar sé getið. Ágóði af notunum hlyti að renna til mín ef einhver yrði.

Athugasemdir til leiðréttingar efnis eru vel þegnar sem og ítarlegri upplýsingar og samskipti og gagnlegast að nota netfang mitt:

jakob.hjalmarsson@simnet.is

Einnig hef ég áður sett út efni á www.jakob.annall.is

Njótið heil og blessun Guðs vari yfir ykkur.

Jakob Ágúst